HVERSDAGSLEIKINN....

Jæja núna tekur hversdagsleikinn við á morgun,  monsinn byrjar í 2 bekk á morgun, ótrúlegt en satt, finnst svo stutt síðan ég var bara með hann í aðlögun á leikskóla. Bekknum hans var splittað upp, bekkjum fækkað úr 4 í 3. Hann lenti með besta vini sínum og svo 2 öðrum vinum sem voru með honum í bekk, ekki það að hann væri eitthvað að stressa sig á því....sagði bara það er allt í lagi þó ég lendi ekki með vinum mínum,  maður er svo fljótur að kynnast nýjum krökkumSmile Hann er svo yndilslegur þetta skinn, alltaf svo opinn og skemmtilegur, stilltur og góðhjartaður þó svo að hann geti verið algjör gaur! 

Skólataskan er kominn á sinn stað, keyptum nýja flotta tösku og fórum svo og versluðum allt í hana og allt nýtt í pennaveskið, ekki það að ég verð komin útí bókabúð innan mánaðar að kaupa blýanta! Ég held að ég hafi keypt svona 40 stk í fyrra!!!! Ég er ekki að grínast!!!!

Við skutluðum litla frænda á BSÍ til að taka rútuna vestur.....þeir frændur knúsuðust og kysstust svo mikið fyrir utan rútuna og ætluðu ekki að vilja sleppa hvor öðrum, þeir eru svo æðislegir saman. Ekki margir 7 og 8 ára gaurar sem eru svona miklar kelirófur saman.......samt algjörir prakkararDevil

Einn dagur eftir í frí hjá mér, ekki það að ég á ennþá rúmar 3 vikur inni í sumarfríi, fínt að eiga það inni í vetur....ég endist ekki lengur í frí en í 4 vikur, verð bara löt og þreyttSleeping

Jæja best að koma monsa litla í rúmið.....svolítil spenna í loftinu fyrir fyrsta skóladeginum í 2 bekk.

Kiss kiss og knús á liðið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ohhh hvað ég kannast við þetta með blýantana !  Ótrúlegur fja......
Svona álíka eins og með sokkaálfinn í öllum þvottahúsum.......hver kannast ekki við að setja sokkaPAR í þvottavélina en sitja uppi með einstakling af þvotti loknum ?

Gerða Kristjáns, 22.8.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er ótrúlegt hve fljótt börnin vaxa ekki satt og svo allt í einu í 2. bekk. Barnabarn mitt fer í 1 bekk. 'otrúlegt líka. Auk þeirra tveggja sem fara í 2 og 4 bekk

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.8.2007 kl. 17:53

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jebb, time flies when U are having fun.  Núna var barnabarn no. 2 hjá mér að byrja í skóla, eina stelpan og ég missti mig alveg í töskukaupunum, allt bleikt og geggjað, ooo held næstum að amman hafi verið spenntari en barnið.  Knús á ykkur.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

O ég man hvað ég elskaði þennan tíma - að fara út í búð og kaupa nýjar skólavörur. Fátt betra. Mér finnst það enn pínugaman nema nú kaupi ég næstum aldrei neitt nýtt þótt skólinn byrji. 

Sá annars monsur í búð í Ottawa í fyrra. Vissi ekki að þær hefðu komið til baka. Man hvað ég elskaði monsuna mína. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.8.2007 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

mongoqueen

Höfundur

mongoqueen
mongoqueen
28 ára Reykvíkingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband