21.8.2007 | 16:49
Þvílíka letilífið!
Jeminn hvað ég er búin að vera löt í dag Ég er svona manneskja sem að vinn best undir álagi, þar sem að ég er ennþá í frí og veðrið frekar óspennandi þá er ég búin að liggja eins og skata uppí sófa meiri partinn af deginum. Fór að vísu í ræktina fyrir klukkan 7 í morgun og skutlaði og sótti strákinn á fótboltaæfingu, setti í eina vél og svona.....en þar fyrir utan er ég bara búin að hanga
Æj á maður ekki bara að vera latur þegar maður er í frí?
Þarf að vísu að koma mér út og fara að versla skóladót fyrir bæði mig og strákinn. Heyrði einhversstaðar að Grifill væri með ódýrasta verðið....spurning um að rífa sig uppúr letinni og skella sér í Grifil og versla aðeins í ískápinn í leiðinni sem er galtómur greyið!
Seeja
Um bloggið
mongoqueen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.