21.7.2007 | 22:31
Langur Laugardagur!
Jeminn hvað mér fannst erfitt að vakna 7:30 í morgun. Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara....enda fríið alveg að koma!
Jæja ég semsagt fór að vinna 8-12. Hef svo sem ekkert mikið um það að segja!
Sótti svo gaurinn minn og systurson minn til systur minnar, var búin að lofa að fara með þá í bíó. Við hringdum svo í annann frænda og tókum hann líka með. Við skelltum okkur í Laugarásbíó á Evan Almighty ....strákunum fannst myndin þrælskemmtileg, ég dottaði smá stund
Síðan fór ég heim með strákagengið. Stuttu seinna skelli ég mér í Bónus með þá með mér. 6.7 og 8 ára gaurar...sem nota bene þola ekki að vera í búð. Fór svo með þá á videoleiguna og leyfði þeim að taka 2 myndir og keypti Dominos handa þeim....sem ég geri nú bara í neyð! Finnst ekki mikið varið í þessar blessuðu pizzur sem belgja mann út.
Núna er kl 22:30 og stærsti frændinn farinn heim og hinir 2 liggja í sófanum að horfa á mynd nr 2. Orðnir ansi þreyttir. Og míns líka.
Ég vona nú að litla gula dýrið fari að láta sjá sig, ég er farin að sakna hennar ansi mikið! Ekki það að ég hitti hana nú eftir 2 vikur á Lanzarote
Later Mongó!
Um bloggið
mongoqueen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gula dýrið, meinarðu sólina?? ég get sent þér smá frá Selfossi, það er nóg af henni hér. knús og kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 14:41
Já endilega sendu mér smá af henni
Ég skal þá senda ykkur smá þegar ég verð á Lanzarote!
mongoqueen, 22.7.2007 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.