7.7.2007 | 19:51
Laugardagurinn 07.07.07
Flottur dagur!
Jæja vikan er búin að vera annasöm í vinnunni, eins og vanalega, ég er farin að telja niður dagana í langþráða sumarfríið mitt! Ég dreif í því í vikunni að panta mér ferð út, ætla að skella mér til Lanzarote 5 ágúst og vera í 2 vikur í þvílíkri afslöppun!
Á fimmtudaginn hefði elsku besta mamma orðið 60 ára, ef hún hefði lifað! Við systurnar skelltum okkur ásamt fylgifiskum út að borða á Askinn í tilefni af deginum.....nammi namm hvað það er gott að borða þar, það eru sko mörg ár síðan ég fór þangað síðast...namm namm. Brósi komst ekki því hann er í Dk og á leiðinni til Rússlands!
Í dag skellti ég mér með soninn og frændann í Kópavoginn, ætlunin var að taka þátt í að slá heimsmet í vatnsbyssustríði! Ég beið með þeim í góðan klukkutíma í röð til að fá vatnsbyssu og bol til að taka þátt í leiknum....en þegar röðin var að verða komin að þeim þá var tilkynnt í hátalarakerfinu að allar vatnsbyssurnar væru búnar.....þeir voru svo fúlir greyin! Skiljanlega! Skipulagið hefði mátt vera betra á þessu öllu saman hjá þeim! Raðirnar voru útum allt og unglingarnir og fullorðna átti það til að troðast fram fyrir raðirnar, og litlu greyin sátu uppi með að geta ekki tekið þátt í þessu
Jæja á morgun verður fallega litla Hörpu og Ingvars skýrð....hlakka til að heyra nafnið á skvísunni!
Later!!!
Um bloggið
mongoqueen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhh má ég verða laumufarþegi í ferðatösku?????
Saumakonan, 8.7.2007 kl. 10:21
Ekki málið ....
mongoqueen, 8.7.2007 kl. 11:52
Til lukku með mömmu þína
. Ooo ÖFUND ..hvað ég væri til í að koma með til Lanzarote .. mmmm... sól og strendur - love it! Glatað með þessar vatnsbyssur..já skipulagsleysið með eindæmum slæmt. 
Ester Júlía, 8.7.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.