10.6.2007 | 00:59
Noregur á mánudag
Það er ótrúlegt hvað þessar blessuðu vikur líða alltaf hratt...strax kominn laugardagur. úff og púff.
Ég og Guðrún erum að fara til Noregs á mánudaginn í vinnuferð....þetta gerðist svo skyndilega, þannig að míns var á fullu að reyna að klára ýmsa hluti í gær í vinnunni....það gekk misvel Þannig að dagurinn í dag fór að hluta í það að klára lausa enda....og mér tókst að klára þetta helsta sem betur fer. Við fljúgum til Osló en verðum í Fredriksstad sem er ca klukkutíma frá Osló....greyið Guðrún reyndi í allan gærdag að bóka hótel í Osló en það gekk ekki neitt....öll hótel og meira að segja farfuglaheimili í Osló eru uppbókuð þessa vikuna
Litli krúnkurinn minn fékk fyrsta einkunnar spjaldið sitt í skóla í gær, hann er hetja þetta krútt Fékk bestu umsögn sem hægt er að fá í öllum fögunum....ég er sko STOLT MAMMA núna
Jæja það er best að fara að koma sér í háttinn....þreytt eftir þennan dag og heilahristingurinn segir ennþá til sín af og til.....kiss kiss og knús
Um bloggið
mongoqueen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 595
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.