Er sumarið loksins að koma??

Svei mér þá!! Ég held að sumarið sé að komaGrin Bara hægt og rólega.

Ég mætti loksins í vinnuna í dag eftir þennan blessaða heilahristing sem að ég fékk á föstudaginn í vinnunni....oh það er ekki gott að missa svona mikið úr vinnunni. Alltof mikið að gera hjá mér í dag...en gaman samtWink Hausinn er sem betur fer að detta aftur í gírinn þrátt fyrir að vera með ansi mikla verki ennþá.

Harpa bíður ennþá eftir að prinsessan kíki í þennan stórskrítna heim....held hún sé orðin ansi þreytt á þessu enda komin 40 vikur og 4 daga.....daman hefði fengið flotta kennitölu ef hún hefði mætt í dag 07.06.07-****  

Á morgun eru 15 ár síðan að mamma dóCrying ótrúlegt að það séu 15 ár síðan að þessi hræðilegi dagur átti sér stað.... ég man ennþá stað og stund þegar ég fékk fréttirnar frá pabba. Var með Möggu vinkonu og fjölskyldu hennar í bústaðnum þeirra í biskupstungum. Ég hefði sko ekki getað verið hjá betra fólki á þessum degi Smile

Jæja best að fara að gera eitthvað af viti.

Later Mongó


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

mongoqueen

Höfundur

mongoqueen
mongoqueen
28 ára Reykvíkingur.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband