27.6.2007 | 19:55
Cellulite stígvélin ógurlegu!!!
Jæja ég skellti mér í cellulite stígvél í gær...og er að fara aftur á morgun. Maður verður nú að líta vel út þegar ,maður skellir sér eitthvað á sólarströnd í ágúst
Þetta er samt alveg snilld, ég fór á húðfegrunarstofuna í Skipholti sem að tvær yndislegar konur eiga og reka. Þetta er öflugt gegn blessuðu appelsínuhúðinni, dregur úr þreytu og bjúg á löppunum, dregur úr vöðvakrömpum og grennir og styrkir húðina....svei mér þá þetta er eitt það besta sem ég hef prófað. Ég sem er alltaf með þvílíkann bjúg á löppunum sama hvað ég æfi mikið og drekk mikið vatn....og viti menn mér leið svo vel í löppunum í gær þegar ég var búin í þessu....enda fer ég aftur á morgun.
Ég mæli með þessu!!! www.hudfegrun.is
Það er sko bara plús ef að blessaða appelsínuhúðin hverfur....múhahahha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 20:59
Þetta er sko eitthvað fyrir mig þegar pirringurinn er til staðar!!!
Svei mér þá ég held ég sæki bara um Fínt að fá smá útrás þegar ég er í pirrings og reiðikasti án þess að það bitni á þeim sem eru næstir mér......hehehe
Fyrir utan það að mér finnst æðislegt í Madríd....fór einmitt þangað í október 2006.
Hver ætlar að sækja um með mér????
![]() |
Óskað eftir fólki til að ganga berserksgang á hóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2007 | 17:43
ESJUGANGAN!!!
Jæja ég skrapp á Esjuna í gær! Jeminn hvað það var mikið rok, ég var heppin að standa í lappirnar. En ég mætti sko fullt af kolóðum hlaupurnum sem hlupu bara niður fjallið á meðan ég var að reyna að dröslast upp..
Ég fór sko ekki alla leið....kannski farið svona 1/3. Þetta var nóg fyrir mig í bili. Þó svo að ég mæti í ræktina á hverjum einasta degi þá er þetta ekkert í líkingu við það. Rokið var alveg að fara með mig og það er sko ekkert nóg að vera í nike shox skónum sínum að príla upp þessar brekkur. Ætli ég fara ekki bara að fjárfesta í einu pari af gönguskóm til þess að komast alla leið upp
Annars er voða lítið að frétta...var nett pirruð í umferðinni í dag. Alltaf pirrandi á sumrin þegar verið er að malbika á anna tíma, þá er mín ekkert sérlega þolimóð í umferðinni....
Jæja er farin út að gera eitthvað af viti í þessu yndislega veðri...seeja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 17:46
Helgin
Helgin var alveg rosalega fín hjá mér....fékk að vísu einhverja svefnsýki sem mér skillst að sé að hrjá fleiri landsmenn en bara mig
Semsagt þá sofnaði ég yfir sjónvarpinu klukkan 8 á föstudagskvöldið, nýbúin að úða í mig þessum dýrindis núðlum frá Nings. Svo bara vaknaði ég eiginlega ekkert fyrr en klukkan 10 á laugardagsmorgun...mín var greinilega þreytt eftir langa og stranga viku í vinnunni og ræktinni.
Nú laugardagurinn hófst auðvita á ræktinni hjá mér þar sem ég púlaði og púlaði vel úthvíld eftir nóttina, ég lét það ekki duga heldur skellti ég mér í sund ásamt syninum og litla frænda, enda var ekki hægt að sleppa því í þessu yndislega veðri. Nú eftir það skelltum við okkur í 1 árs afmæli hjá tvíburafrændsystkinum okkar þeim Söndru Lísu og Sindra Loga Til hamingju með daginn elsku bestu og yndislegu krútt.
Síðan skellti kellan sér að sjálfsögðu á djammið um kvöldið ásamt góðum vinkonum, og ekki vantaði fólk í bæinn, langar raðir á flestum stöðum og þvílíkt stuð á okkur stelpunum. Ég er samt ekki alveg að fíla þetta reykingarbann, að þurfa alltaf að fara út ég er nú samt orðin ansi sjóvuð í því að blikka dyraverðina til að hleypa mér aftur inn....en málið er bara það að lyktin inná stöðunum er bara miklu verri núna .....öll prumpu og svitafýlan sem maður fann aldrei, ég verð að fá mér einhvern fínan klút til að meika þetta næst
Sunnudagurinn fór 90% í þynnku, svefn og sódavatnsþamb. Fór framúr kl 17 og var farin aftur að sofa um klukkan 21.
Jæja ég ætla að skella mér upp Esjuna núna á eftir. Seeja
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 19:05
Beinhimnubólga:(
Jeminn hvað mér er illt í sköflungunum Þetta er alveg hrikalega vont....ég er extra slæm núna því að ég er búin að vera að pína mig til að hlaupa á brettinu á hverjum morgni. Spurning um að hvíla brettið á morgun og skella sér á þrekstigann eða skíðavélina
Hrikalega er skrýtið að vera ein í kotinu...frumburðurinn minn sem er nú orðinn RISA stór er hjá pabba sínum allan juni þannig að það er nú hálf einmannalegt hér á bæ...en það er alveg að koma júlí og þá kemur þessi elska aftur heim. Hvernig fór ég að áður en ég varð mamma?
Spurning um að skella sér út að hjóla á nýja fína Trek fjallhjólinu mínu fyrst að gamla góða Ísland bíður uppá svona gott veður í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.6.2007 | 20:54
Skóli í haust.
Jæja þá er ég víst að setjast á skólabekk í haust . Ég var að fá bréf í síðustu viku, frá endurmenntun HÍ þar sem segir að ég sé kominn inn i Þjónustustjórnun. Mér finnst þetta ekkert smá spennandi og er þvílíkt spennt. En samt er ég líka pínu stressuð með þetta allt saman
Ég er ekki búin að vera í skóla í 7 ár, varla stigið fæti inní skóla síðan ég útskrifaðist úr FB!
Ég er samt búin að ákveða að standa mig vel og ætli ég skelli mér ekki bara bráðlega í bóksölu stúdenta og kaupi mér eitthvað af þessum skólabókum þannig að ég geti nú kannski aðeins farið að undirbúa mig fyrir veturinn
Hilsen tilvonandi skólastelpan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2007 | 20:58
Launamunur kynjanna
Ég er búin að vera að flakka á milli blogga núna í kvöld og sé að það eru margir að velta fyrir sér launamuni kynjana í tilefni dagsins.
Ég er að sjálfsögðu sammála því að konur og karlar eigi að fá sömu laun fyrir sama starf...og því miður er það staðreynd að konur eru að fá lægri laun greidd fyrir nákvæmlega sama starfið og sama vinnutíma.
Ég hefði samt gaman af því að leggja könnun fyrir jafn margar konur og karla. Í þeirri könnun myndi ég vilja kanna hversu oft konur og karlar biðja um launahækkun, hverjar launakröfur þeirra eru fyrir eitt ákveðið starf, hversu erfitt þeim finnst að biðja um launahækkun og svo framvegis!
Ég er nánast viss um það að að við konur erum miklu ragari við að biðja um launahækkun og hræddari við höfnun. Ég er líka nánast viss um það að ef karlmaður biður um 500 þús fyrir ákveðið starf þá biður konan um 400 þús.....þetta er bara mín tilgáta svona miðað við það sem ég skynja í mínu umhverfi!
Fyrir utan það að við konur erum miklu hræddari við að taka að okkur stjórnunarstöðu!
Bloggar | Breytt 9.7.2007 kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 19:24
H&M Á ÍSLANDI?
Alltaf þegar ég er nýkomin að utan þá velti ég því alltaf fyrir mér afhverju H&M sé ekki með verslun á Íslandi
Skil þetta ekki því að verslanir þeirra eru orðnar ansi útbreyddar í heiminum, eru meira að segja komnir með ansi margar verslanir í Bandaríkjunum.....vita þeir ekki hvað við Íslendingar erum kaupóð og fatasjúk
Ef einhver getur svarað mér þessari spurningu þá vil ég endilega fá svör!!!
Kiss og knús
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2007 | 21:04
Enn einn mánudagurinn!!
Jæja enn og aftur er kominn mánudagur Ótrúlegt hvað þessar helgar eru alltaf fljótar að líða.
Helgin var hin notarlegasta....Svaf til hálf tólf á laugardaginn og tók svo vel á því í ræktinni Síðan var tekið vel á því um kvöldið. Leifur hennar Stínu var að fagna 30 afmælinu sínu og sló upp heljarinnar veislu, með singstar, trúbador og öllu tilheyrandi....jeminn ég hef ekki farið í svona skemmtilegt afmæli lengi!! Þvílíkt stuð og ég fór ekki einu sinni í bæinn þá er sko mikið sagt!!
Sunnudagurinn 17 júni var ansi rólegur og fínn, fór með gullið mitt á víkingahátíðina í Hafnarfirði....ég var nú frekar fegin að hann skyldi taka þetta framyfir að fara í miðbæ Reykjarvíkur.
Síðan var ferðinni heitið í bústað foreldranna þar sem beið okkar þessi dýrindis máltíð....nammi namm grillaður kjúlli með öllu til heyrandi, ég er sko ennþá á meltunni....tók reyndar vel á því í ræktinni í morgun í staðinn:)
Síðan var hápunktur helgarinnar í gærkveldi þegar Ísland vann Serbíu....jeminn ég var sko að fara á taugum við þetta allt saman....strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur, ég hefði sko alveg verið til í að vera í höllinni.....þvílík stemming sem var þarna!!! ÁFRAM ÍSLAND
jæja best að fara að gera eitthvað af viti....kisskiss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 23:04
Noregur
Jæja þá er ég komin heim frá Norge....oh það var svo gott að komast aðeins í almennilegann hita í smá stund...að vísu var orðið frekar kalt síðasta daginn. Við komum að vísu heim ansi þreyttar eftir þetta því þetta var sko vinna og aftur vinna.
Það sem kom mér mest á óvart með Noreg er hversu dýrt er þarna, flest er töluvert dýrara en hérna heima, ég hef ekki lent í því áður á ferðalögum mínum um heiminn.
Ég kíkti svo sem ekkert í búðir því það gafst voða takmarkaður tími til þess, en auðvita gáfum við okkur smá tíma til þess að kíkja í H&M, það er sko alltaf hægt að finna eitthvað þar
Jæja Harpa átti svo á mánudaginn gullfallega stúlku 12 merkur og 50 cm, hún er sko algjör monsa Ég kíkti á hana núna fyrr í kvöld, jeminn ég man ekki eftir því að hann sonur minn hafi verið svona lítill...hehehe tíminn er bara svona fljótur að líða. Hann var sko stolltur stór frændi þegar hann sá litlu frænku sína....sleppti helst ekki augunum af henni og vildi sko halda endalaust á henni, strjúka henni í framan og vera að kyssa hana, hún er sko heppin að eiga svona góðan stóra frænda
Jæja ég er hálf þreytt ennþá þannig að ég ætla að fara og koma mér í háttinn...kiss kiss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
mongoqueen
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar