Kjúklinga lasagna nammi namm

Jæja þetta er búinn að vera alveg ágætis dagur, gaurarnir vöknuðu fyrir kl 8....en leyfðu mér þó að dotta til að verða hálf 10. Skutlaði þeim svo í afmæli til frænku þeirra kl 13 og skellti mér í World Class á meðan....úff púff ég hljóp eins og brjálæðingur, eins gott að vera bikiníhæfur eftir 2 vikur....ekki það að ég úðaði svo í mig kökum þegar ég kom og sótti þá í afmæliðTounge

Kom svo ein heim því að gaurinn fór með pabba til ömmu gömlu, ég skellti mér því í þrifgallann og skrúbbaði og skúraði...ég er búin að vera ansi löt við að gera skilduverkin meðan veðrið er búið að vera svona gott....en núna má gula dýrið fara að láta sjá sig afturLoL

Nammi namm svo eldaði ég alveg geggjað kjúklingalasagna "aka Guðrún"

Jæja best að fara að koma gaurnum í bólið seejjjaaa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg stelpa, reyndu samt að ofgera þér ekki í fríinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hef verið í sólarhring að telja í mig kjark til að biðja þig um uppskriftina að þessu kjúklingalasagna, þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um slíkt! Heldurðu að Guðrúnu sé sama?

Guðríður Haraldsdóttir, 23.7.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: mongoqueen

Já Guðrúnu er pottþétt sama

Þetta er alveg geggjað gott, ég helmingaði að vísu þessa uppskrift og það var nóg handa mér og stráknum í 2 skipti. Njóttu vel

Fahitas kökur
ca. 6 kjúklingabringur
1 stór laukur
2 paprikkur rauðar
2 krukkur salsasósa(medium)
1 bréf doritos krydd
1/2l. matreiðslurjómi
rifinn ostur
meðlæti:
ferskt salat
Hrísgrjón og hvítlauksbrauð

steikja kúklinginn og skera í bita, svissa laukinn og paprikuna, hella sósunni útá og kryddinu hellt yfir,rjómanum hellt yfir og loks kjúklingnum blandað saman við.
Hellt í eldfast mót kökurnar settar á milli (lasagna fýlingur)
osturinn settur ofan á. Og inní ofn í á 180° í ca 20-30 mín

mongoqueen, 23.7.2007 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

mongoqueen

Höfundur

mongoqueen
mongoqueen
28 ára Reykvíkingur.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 410

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband