Jæja þá verð ég að fara að halda með West Ham..

Fyrst að goðið mitt og fallegasti leikmaður enska boltans er kominn til West Ham.

Sonur minn er nú ekki sáttur við mig að ætla að svíkja Arsenal...hann er sko með hörðustu Arsenal "fan" á Íslandi og reynir að heilaþvo mömmu sínu um fótbolta og allt sem honum tengist, núna situr hann einmitt uppí sófa í Arsenal búningnum sínum að skoða þessar blessuðu fótboltamyndir sem hann er að safna!


mbl.is Ljungberg líst vel á hugmyndir Eggerts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklinga lasagna nammi namm

Jæja þetta er búinn að vera alveg ágætis dagur, gaurarnir vöknuðu fyrir kl 8....en leyfðu mér þó að dotta til að verða hálf 10. Skutlaði þeim svo í afmæli til frænku þeirra kl 13 og skellti mér í World Class á meðan....úff púff ég hljóp eins og brjálæðingur, eins gott að vera bikiníhæfur eftir 2 vikur....ekki það að ég úðaði svo í mig kökum þegar ég kom og sótti þá í afmæliðTounge

Kom svo ein heim því að gaurinn fór með pabba til ömmu gömlu, ég skellti mér því í þrifgallann og skrúbbaði og skúraði...ég er búin að vera ansi löt við að gera skilduverkin meðan veðrið er búið að vera svona gott....en núna má gula dýrið fara að láta sjá sig afturLoL

Nammi namm svo eldaði ég alveg geggjað kjúklingalasagna "aka Guðrún"

Jæja best að fara að koma gaurnum í bólið seejjjaaa


Bin Laden..

Ég verð alltaf svo reið og pirruð þegar ég les eitthvað um Bin Laden og al-Qaeda samtökinAngry  Ég sé alltaf fyrir mér þessi samtök vera að ala upp unga stráka, með því að heilaþvo þá um að drepa og að rétt sé að fórna sínu lífi til að drepa annað fólk.......argggg ég verð svo reið.

En á móti kemur að ég er þakklát fyrir að hafa fæðst inní þennan heim á Íslandi, maður gleymir því alltof oft hvað við höfum það gott og hvað við búum í raun í vernduðu samfélagi.


mbl.is Bin Laden sagður á lífi og í felum í Pakistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langur Laugardagur!

Jeminn hvað mér fannst erfitt að vakna 7:30 í morgun. Þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara....enda fríið alveg að koma!

Jæja ég semsagt fór að vinna 8-12. Hef svo sem ekkert mikið um það að segja!

Sótti svo gaurinn minn og systurson minn til systur minnar, var búin að lofa að fara með þá í bíó. Við hringdum svo í annann frænda og tókum hann líka með. Við skelltum okkur í Laugarásbíó á Evan Almighty ....strákunum fannst myndin þrælskemmtileg, ég dottaði smá stundLoL 

Síðan fór ég heim með strákagengið. Stuttu seinna skelli ég mér í Bónus með þá með mér. 6.7 og 8 ára gaurar...sem nota bene þola ekki að vera í búð. Fór svo með þá á videoleiguna og leyfði þeim að taka 2 myndir og keypti Dominos handa þeim....sem ég geri nú bara í neyð! Finnst ekki mikið varið í þessar blessuðu pizzur sem belgja mann út.

Núna er kl 22:30 og stærsti frændinn farinn heim og hinir 2 liggja í sófanum að horfa á mynd nr 2. Orðnir ansi þreyttir. Og míns líka.

Ég vona nú að litla gula dýrið fari að láta sjá sig, ég er farin að sakna hennar ansi mikið! Ekki það að ég hitti hana nú eftir 2 vikur á LanzaroteTounge

Later Mongó!


8 staðreyndir um sjálfa mig!

Ég var klukkuð af saumakonunni og á að segja frá 8 staðreyndum um sjálfa migTounge

1. Ég er hörku ákveðin og læt sko ekki vaða yfir mig!

2. Ég er vinnufíkill.

3. Mæti í ræktina á hverjum virkum degi kl 6 á morgnana og tek vel á því.

4. Er súkkulaðifíkill ...

5. Get hlustað endalaust á Metallica!

6. Þoli ekki að taka til og þrífa.

7. Er traustur vinur vina minna, sérstaklega þegar á reynir.

8. Á yndislegasta, bestasta, sætasta og krúttlegasta strák í heimiHeart

......þetta var ekkert mál....ég gæti alveg haldið áfram.

Ég ætla að klukka.....Estro, kolbrúnu b, landa, asdisomar, jorunni og angelboy


Sól, sól skín á mig!

Ég er hálf svekkt yfir því að litla gula vinkona mín skuli ekkert hafa látið sjá sig í dagFrown Skil ekki hvað fólk er að væla yfir því að þetta sé nú orðið gott í bili og vilji fara að fá rigningu! Er þetta ekki einmitt veðrið sem við erum búin að vera að óska okkur á hverju einasta sumri? Svo viljum við bara fá rigningu!!! Hvað er að ???  Það má bara rigna á nóttunni....en ég vil hafa sólina á hverjum degi, þetta er búið að vera svo yndislegtGrin

Fyndið hvað við íslendingar lifum alltaf fyrir að tjá um þetta blessaða veður okkar!


Jólasveinninn er sko ekki til mamma.........

Jeminn eini....ekki bjóst ég við að fá þessa setningu útúr tæplega 7 ára syni mínum svona snemma...og hvað þá að sumri til.

Ég er eyðilögð yfir þessu....en held hann hafi nú samt áttað sig á því fyrir rest að vinur hans var bara að bulla um þetta....því ekki platar mamma og hún segir sko að Sveinki sé til.

Æji ég er hálf vængbrotin yfir þessuCrying


Og hvað á barnið að heita?

......CharlottaGrin

Jæja þá er hún komin með nafn þessi snúlla, skírnin gekk vel, og ég át yfir mig af gómsætum veitingum og ligg núna afvelta uppí sófa...hehehe

Spurning um að skella sér annað hvort í World Class eða bara koma sér út að hjóla, held það veiti ekki af eftir allt þetta át á mér áðanTounge


Laugardagurinn 07.07.07

Flottur dagur!

Jæja vikan er búin að vera annasöm í vinnunni, eins og vanalega, ég er farin að telja niður dagana í langþráða sumarfríið mitt! Ég dreif í því í vikunni að panta mér ferð út, ætla að skella mér til Lanzarote 5 ágústTounge og vera í 2 vikur í þvílíkri afslöppun!

Á fimmtudaginn hefði elsku besta mamma orðið 60 ára, ef hún hefði lifað! Við systurnar skelltum okkur ásamt fylgifiskum út að borða á Askinn í tilefni af deginum.....nammi namm hvað það er gott að borða þar, það eru sko mörg ár síðan ég fór þangað síðast...namm namm. Brósi komst ekki því hann er í Dk og á leiðinni til Rússlands!

Í dag skellti ég mér með soninn og frændann í Kópavoginn, ætlunin var að taka þátt í að slá heimsmet í vatnsbyssustríði! Ég beið með þeim í góðan klukkutíma í röð til að fá vatnsbyssu og bol til að taka þátt í leiknum....en þegar röðin var að verða komin að þeim þá var tilkynnt í hátalarakerfinu að allar vatnsbyssurnar væru búnar.....þeir voru svo fúlir greyin! Skiljanlega! Skipulagið hefði mátt vera betra á þessu öllu saman hjá þeim! Raðirnar voru útum allt og unglingarnir og fullorðna átti það til að troðast fram fyrir raðirnar, og litlu greyin sátu uppi með að geta ekki tekið þátt í þessuCrying 

Jæja á morgun verður fallega litla Hörpu og Ingvars skýrð....hlakka til að heyra nafnið á skvísunni!

Later!!!


Geggjaður dagur!

Oh þessi dagur er búinn að vera æðislegur...þurfti að vísu að vinna aðeins í morgun en það var ágætt, kom mér því á fætur klukkan 8 í staðin fyrir að sofa til  hádegis. Síðan skelltum við okkur í Esjugöngu í þessu geggjaða veðri, við fórum nánast uppá topp eða uppað steininum. Hetjur dagsins eru sonur minn 7 ára og litli frændi sem er 6 ára.....þeir fóru sko létt með að klífa upp EsjunaWink

Núna sit ég með einn kaldann við hönd og bíð eftir grillsteikinni, betra getur það ekki veriðLoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

mongoqueen

Höfundur

mongoqueen
mongoqueen
28 ára Reykvíkingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband