Frístundarheimili!

Þegar ég kom heim að utan í nótt opnaði ég póstinn minn sem hafði hrúgast upp þessar 2 vikur.

Eitt umslagið innihélt bréf frá frístundarheimilinu í skólanum hjá syni mínum sem er að fara í 2 bekk.  Þar var mér tjáð að hann væri með umsókn en kæmist því miður ekki inn eins og staðan væri í dag....það vantar starfsfólk. Sonur minn var voða sár yfir þessu því honum finnst voða gaman í frístundarheimilinu, við töluðum svo við ömmu hans í dag og hann ætlaði bara að rölta til hennar eftir skóla, (ekki eins og honum finnist slæmt að fara til ömmu eftir skólaWink) En núna seinni partinn var hringt í mig og mér var tjáð að snúllinn væri kominn inn Smile

Ég er voða vel stödd að hafa ömmu hans til að redda okkur þegar svona aðstæður koma upp, en hvað með allt fólkið sem er með börn í skóla og fá ekki inná frístundarheimilin og hafa ekki neinn til að bjarga sér??

Finnst skömm að þetta fólk fái ekki betur borgað fyrir störfin sín, því að þetta er alveg frábært fólk og ekki myndi ég endast við að vinna með krökkum allann daginnShocking Ég ber mikla virðingu fyrir þessu fólki, eins kennurum og leikskólastarfsfólki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er ein af þeim sem veit ekki hvernig ég á að bjarga vetrinum....er í skóla sjálf, var búin að koma því þannig fyrir að sú 8 ára getur rölt til mín eftir skóla í skólann minn, eins verður hún með lykla og ég gaf henni gemsa svo að hún geti náð í mig ef eitthvað er. En það er önnur saga með þessa 6 ára en hún er ekki komin með pláss og ég veit ekkert hvernig ég redda hlutunum. 2 ára dóttirin er í leikskóla. Úffff sem betur fer er maður Íslendingur og vanur Íslenska frasanum ;Þetta reddast; og það skal líka bara gera það. Til hamingju með plássið ykkar

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.8.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin heim !! gott að allt gekk að óskum. Frábært þegar hlutirnir reddast og snúlli þinn verður ánægður í frístund. Deil alveg með þér skoðun á lágum launum kennara og leikskólastarfsfólks, og leiðbeinendum, og hjúkrunarfólki og  og  og allt sem lítur að gæslu eldri og yngir er vanmetið hér á landi. Skömm að því.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2007 kl. 20:51

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gott að þinn komst inn en eins og þú segir hvað með þá sem ekki hafa góðar ömmur og fá ekki inni fyrir börnin sín. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 21.8.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Ester Júlía

Skelfilegt að heyra þetta með ástandið á frístundaheimilunum!  Þegar að minn átján ára var lítill í grunnskóla - þá var þetta aldrei vandamál. Á einn fimm ára núna sem fer í skóla að ári, það verður fróðlegt að vita hvernig staðan verður þá.  Já guði sér lof fyrir ömmur og afa sem geta hlaupið undir bagga. 

Gott að hann komst inn .

Ester Júlía, 21.8.2007 kl. 15:38

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju með að hann komst inn. Vonandi verður peningunum betur varið í framtíðinni og laun starfsfólks hækkuð. Ég varð svo hissa þegar ég las á Netinu að KFUM hefði fengið 50 milljónir frá ÍTR til að byggja fleiri skála í Vatnaskógi. Hélt að það væru engir peningar til fyrst fólk fær svona skammarlega lág laun á frístundaheimilunum. 

Guðríður Haraldsdóttir, 21.8.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

mongoqueen

Höfundur

mongoqueen
mongoqueen
28 ára Reykvíkingur.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 331

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband